Valur er að vinna Aftureldingu, 2-1, í hálfleik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Malbikstöðinni að Varmá.
Birkir Már Sævarsson eða „Vindurinn“ hefur komið að báðum mörkunum.
Hann keyrði upp vænginn í fyrra marki Vals, kom boltanum á fjær þar sem Jónatan Ingi Jónsson mætti og þrumaði boltanum í netið.
Valsmenn leiða í Mosfellsbæ. Birkir Már átti sprett upp hægri vænginn og lagði boltann á Jónatan Inga. Þrumuskot hans endaði í markinu???? pic.twitter.com/dwGG7GPEQe
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2024
Afturelding jafnaði metin tæpum fimmtán mínútum síðar. Hrannar Snær Magnússon fékk langa sendingu inn á vinstri kantinn. Hann lék listir sínar í teignum áður en hann setti boltann fyrir markið og á Andra Frey Jónasson, sem skoraði af stuttu færi.
Afturelding jafnar metin! Hrannar leikur listir sínar og Andri Freyr skorar af stuttu færi. Við erum með leik í Mosfellsbæ!? pic.twitter.com/5HQJA3XoCn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2024
Valsmenn eru komnir yfir. Aftur geystir Birkir Már upp hægri vænginn. Nú var það Aron Jó sem átti þrumuskot???? pic.twitter.com/462qkNcEqv
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 17, 2024
Valsmenn náðu forystunni aftur á 32. mínútu. Aftur var það Birkir sem flaug upp hægri kantinn, sendingin inn á Aron Jóhannsson sem reyndi skot. Boltinn fór af varnarmanni og aftur til Arons sem þrumaði honum á mitt markið og inn fór hann. Öll mörkin má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir