Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 20. september 2006 14:27
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur U17 sem fer til Rúmeníu
Viktor Unnar Illugason er í hópnum.
Viktor Unnar Illugason er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Fannar Stefnisson í leik með ÍBV gegn ÍA á laugardag.
Elías Fannar Stefnisson í leik með ÍBV gegn ÍA á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Lúka Kostic, þjálfari U17 ára landsliðs karla, hefur valið eftirtalda leikmenn í landslið Íslands sem keppir í undankeppni Evrópumóts U17 landsliða í Rúmeníu 25. – 30. september.

Tveir leikmenn úr Landsbankadeildinni eru í hópnum. Það eru þeir Viktor Unnar Illugason leikmaður Breiðabliks og Elías Fannar Stefnisson markvörður ÍBV sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild gegn ÍA á laugardag.

Einn leikmannana í hópnum er í atvinnumennsku erlendis en það er Skagamaðurinn Björn Jónsson sem leikur með Herenveen í Hollandi. Hópinn má sjá hér að neðan.

Markmenn:
Trausti Sigurbjörnsson ÍA
Elías Fannar Stefnisson ÍBV

Útileikmenn:
Kristinn Jónsson Breiðablik
Kristinn Steindórsson Breiðablik
Viktor Unnar Illugason Breiðablik
Brynjar Benediktsson FH
Björn Jónsson Herenveen
Aron Palomares HK
Hólmar Örn Eyjólfsson HK
Kolbeinn Sigþórsson HK
Björn Bergmann Sigurðarson ÍA
Ragnar Þór Gunnarsson ÍA
Eggert Rafn Einarsson KR
Magnús Helgason KR
Viðar Örn Kjartansson Selfoss
Andri Sigurjónsson Stjarnan
Jóhann Laxdal Stjarnan
Sveinn Óli Birgisson Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner