Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 13. maí 2007 07:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða HK 
HK án Finnboga, Jóhanns, Hermanns og Kolbeins í dag
Jóhann Björnsson verður ekki með HK gegn Víkingi í kvöld en hér er hann í baráttu við Arnar Jón Sigurgeirsson í leik liðanna í Lengjubikarnum í vetur.
Jóhann Björnsson verður ekki með HK gegn Víkingi í kvöld en hér er hann í baráttu við Arnar Jón Sigurgeirsson í leik liðanna í Lengjubikarnum í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Víkingur og HK mætast í Landsbankadeildinni klukkan 19:15 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik HK í efstu deild frá stofnun félagsins. Skörð hafa verið höggvin í leikmannahóp HK fyrir leikinn því að Finnbogi Llorens, Jóhann Björnsson, Hermann Geir Þórsson og Kolbeinn Sigþórsson verða ekki með vegna meiðsla en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Finnbogi Llorens er meiddur aftan í læri og hinir þrír leikmennirnir eiga einnig við meiðsli að stríða. Finnbogi og Hermann ætt að ná leik HK gegn ÍA í annarri umferðinni en Jóhann verður lengi frá. Þá er hinn efnilegi Kolbeinn einnig að jafna sig af meiðslum.

Gunnar sagði um meiðsli Finnboga. ,,Það var of mikil áhætta að láta hann spila, og eiga á hættu að missa hann aftur út og þá í næstu þrjá leiki á eftir. Hann ætti að vera klár í næsta leik, rétt eins og Hermann, en Jóhann missir örugglega af fyrstu tveimur leikjunum, jafnvel fleirum. Kolbeinn er líka að jafna sig af meiðslum," sagði Gunnar við heimasíðu HK.

Í 18-manna hópi HK í kvöld eru fjórir ungir leikmenn. Þeir 16 ára gömlu Hólmar Örn Eyjólfsson, Hafsteinn Briem og Stefán Tandri Halldórsson sem og Aaron Palomares sem er nýorðinn 17 ára.
Athugasemdir
banner
banner