Hólmar Örn Eyjólfsson varnar og miðjumaðurinn efnilegi úr HK er þessa dagana til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Herthu Berlin.
Hólmar Örn á ekki langt að sækja fótboltahæfileika sína því hann er sonur Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara og fyrrum atvinnumanns sem lék meðal annars með Herthu Berlin í nokkur ár við góðan orðstír.
Hólmar Örn á ekki langt að sækja fótboltahæfileika sína því hann er sonur Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara og fyrrum atvinnumanns sem lék meðal annars með Herthu Berlin í nokkur ár við góðan orðstír.
Þessi 17 ára gamli leikmaður hélt utan á sunnudaginn og lék með Herthu í æfingaleik þegar að liðið sigraði BFC Dynamo 1-0 í dag. Hann mun síðan æfa með aðalliði Herthu fram á föstudag þegar hann mun koma aftur til Íslands.
,,Þjálfarinn og stjórinn voru ánægðir með mig en ég veit ekki hvort þeir semji. Mér líst mjög vel á þennan klúbb en það er spurning hvort maður verði ekki aðeins lengur á Íslandi og ég hlakka til að halda áfram að spila með HK” sagði Hólmar Örn við Fótbolta.net í kvöld.
Hólmar Örn hefur unnið sér sæti í liði HK í Landsbankadeildinni í sumar og leikið sjö leiki með liðinu. Hann var einnig lykilmaður í U-17 ára landsliði Íslendinga sem komst í úrslitakeppni Evrópumótsins í vor.
Athugasemdir