Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 09. október 2007 07:00
Magnús Már Einarsson
Sumarið gert upp: Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
,,Miðað við allar þær spár eða öllu heldur hrakspár þá náðum við að sanna það að við eigum heima í þessari deild, og eftir fríið sem nú fer í hönd þá byrjum við að byggja ofan á það sem við vorum að gera í sumar.
,,Miðað við allar þær spár eða öllu heldur hrakspár þá náðum við að sanna það að við eigum heima í þessari deild, og eftir fríið sem nú fer í hönd þá byrjum við að byggja ofan á það sem við vorum að gera í sumar."
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Næstu daga munu leikmenn liða í Landsbankadeildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Ingvar Þór Kale markvörður Víkings kom með fyrsta pistilinn í gær og í dag kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði HK með pistil.



Við HK-ingar settum markmiðin fyrir sumarið fljótlega í janúar, og þó svo að það hafi ekki verið talað um það fyrr en þá, þá var ljóst að markmið okkar var það að vera að spila í efstu deild árið 2008. þ.e.a.s. að halda sæti okkar í deildinni.

Við fengum ekki marga leikmenn til okkar fyrir mót, Oliver Jeager kom frá Sviss og Almir Cosic frá Leikni F. Rúnar Páll Sigmundsson reynslubolti úr Stjörnunni kom einnig.
Ungir strákar eins og Hólmar Örn Eyjólfsson og Aaron Palomares spiluðu einnig stórt hlutverk hjá okkur.

Við vissum að sennilega yrðu allir leikirnir okkar þannig að við þyrftum að verjast meiri hluta leiks og að sóknir okkar mundu byggjast á hröðum upphlaupum. Þetta gekk eftir, og auðvitað með misjöfnum árangri.

Við unnum 4. leiki og þeir eru allir mjög eftirminnilegir, en sá leikur sem situr eftir hjá mér er heimaleikurinn við FH þar sem við vorum einungis sekundum frá því að leggja meistarana af velli. En Tryggvi Guðmundsson þurfti endilega að skemma það. Við lentum aldrei í fallsæti á tímabilinu að undanskildum 2.mín í loka leiknum og í raun og veru komum við frekar afslappaðir í loka leikinn á móti Val þrátt fyrir að þeir þurftu að vinna okkur til þess að ná í titilinn. Mér fannst sá leikur sennilega einn af þeim bestu hjá okkur í sumar. Við vorum alltaf sæmilega líklegir til að jafna leikinn alveg fram á síðustu mínútu.

Að mínu mati fannst mér fótboltinn í sumar skemmtilegur og nokkuð góður. Landsbankinn hefur verið að gera frábæra hluti í að gera umgjörðina góða, og Sýn hafa verið frábærir í sinni umfjöllunn í sjónvarpi. Mér finnst margir skemmtilegir leikmenn í deildinni sem eru mjög góðir eins og Helgi Sig í Val sem mér fannst vera jafngóður í allt sumar og þeir Bjarni Guðjóns uppá Skaga og Addi Grétars í blikum áttu líka frábært tímabil. Ungir strákar eins og Hólmar okkar í HK , Matthías Vill í FH og Arnór í blikum komu ferskir í baráttuna líka og stóðu sig vel.

Miðað við allar þær spár eða öllu heldur hrakspár þá náðum við að sanna það að við eigum heima í þessari deild, og eftir fríið sem nú fer í hönd þá byrjum við að byggja ofan á það sem við vorum að gera í sumar.

HK-ingar þakka fyrir skemmtilegt sumar, og lofa því að koma enn sterkari það næsta.

Gunnleifur Gunnleifsson


Sjá einnig:
Sumarið gert upp: Ingvar Þór Kale (Víkingur R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner