Heimild: Heimasíða HK
HK-ingurinn efnilegi Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið en fyrri samningur hans rann út um áramótin.
Hólmar sem er 17 ára gamall getur leikið bæði í vörninni sem og aftarlega á miðjunni.
Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki HK á síðasta ári og lék tólf leiki í Landsbankadeildinni, alla í byrjunarliði.
Frammistaða hans vakti mikla athygli og Hólmar fór meðal annars til Herthu Berlin á reynslu auk þess sem Bayern Munchen sýndi áhuga á að fá hann til æfinga.
Hólmar lék með U17, U19 og U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hann fer á sunnudaginn með U21 árs landsliðinu til Kýpur þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM næstkomandi miðvikudag.
Athugasemdir