Hólmar Örn Eyjólfsson, varnar og miðjumaðurinn efnilegi úr HK, mun á sunnudag halda til London þar sem hann verður til reynslu hjá West Ham.
Hólmar Örn, sem er 17 ára gamall, mun æfa með aðalliði West Ham en hann mun æfa með liðinu í vikutíma.
Á síðasta ári steig Hólmar sín fyrstu skref með meistaraflokki HK og lék tólf leiki í Landsbankadeildinni, alla í byrjunarliði.
Frammistaða hans vakti mikla athygli og Hólmar fór meðal annars til Herthu Berlin á reynslu í ágúst auk þess sem Bayern Munchen sýndi áhuga á að fá hann til æfinga.
Hólmar lék með U17, U19 og U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hann hefur verið í byrjunarliði í síðustu tveimur leikjum U21 árs landsliðsins, gegn Belgíu í nóvember og gegn Kýpur á dögunum.
Athugasemdir