Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 25. febrúar 2008 17:22
Magnús Már Einarsson
Hólmar Örn: Þetta var frábært og mikil reynsla
Hólmar Örn í baráttu við Pálma Rafn Pálmason.
Hólmar Örn í baráttu við Pálma Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Hólmar Örn Eyjólfsson úr HK var á síðustu viku á reynslu hjá West Ham United en hann æfði með aðalliðinu og heillaði menn hjá félaginu með frammistöðu sinni.

Hólmar Örn, sem er 18 ára varnar og miðjumaður, skaust fram á sjónarsviðið í fyrra þegar hann festi sig í sessi í byrjunarliði HK og lék með liðinu í Landsbankadeildinni.

Eins og fyrr segir æfði Hólmar með aðalliði West Ham og hann segir þetta hafa verið skemmtilega reynslu.

,,Það var auðvitað bara frábært og mikil reynsla. Líka gaman að sjá hvar maður stendur miðað við þennan Úrvalsldeildarklassa. En þeir tóku mér mjög vel og ég fann alls ekki fyrir því að vera yngri og nýr," sagði Hólmar við Fótbolta.net í dag.

West Ham hefur áhuga á að fá Hólmar til liðs við sig en hann settist niður og ræddi við Alan Curbishley knattspyrnustjóra liðsins.

,,Þegar ég settist niður með honum og Roger Cross sem er yfirnjósnarinn hjá West Ham sagði Curbishley að hann vildi fá mig og að þeir myndu ræða þetta við pabba um leið og ég leggði af stað heim," sagði Hólmar en faðir hans er Eyjólfur Sverrisson fyrrum landsliðsþjálfari, landsliðsmaður og atvinnumaður.

Þrátt fyrir áhuga West Ham tekur Hólmar öllu með ró enda málið ennþá á byrjunarreit. ,,Þetta er allt a byrjunarstigi en eins og er er ég samingsbundinn HK og er ánægður þar," sagði Hólmar að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner