Hólmar Örn Eyjólfsson meiddist á æfingu hjá West Ham United síðastliðinn þriðjudag og var því ekki með liðinu gegn Hampton and Richmond Borough í æfingaleik í gær.
Þessi efnilegi leikmaður átti að fara með West Ham í æfingaferð til Bandaríkjanna í dag en hann fór ekki með liðinu vegna meiðslanna.
Hólmar verður þess í stað eftir í London þar sem meiðslin eru meðhöndluð.
,,Auðvitað er þetta svekkjandi þar sem ég missi af góðu tækifæri til að sanna mig en það kemur annar dagur eftir þennan," sagði Hólmar við Fótbolta.net í dag.
Hólmar býst ekki við að vera lengi frá og hann ætti að vera klár í slaginn að nýju þegar að lið West Ham kemur til baka frá Bandaríkjunum.
Athugasemdir