Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 09. september 2008 22:28
Hafliði Breiðfjörð
Umfjöllun: Jafntefli í lokaleik U21 árs landsliðsins á EM 2009
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi mynd af Ara Frey Skúlasyni sýnir vel pollana sem voru á Víkingsvelli í kvöld.
Þessi mynd af Ara Frey Skúlasyni sýnir vel pollana sem voru á Víkingsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór fær að líta rauða spjaldið.
Eggert Gunnþór fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1-1 Slóvakía:
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('21)
1-1 Miroslav Stoch ('42, víti)

U21 árs landslið Íslands lék lokaleik sinn í undankeppni EM 2009 í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvakíu á Víkingsvelli. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Íslands í leiknum.

Aðstæður í Víkinni voru mjög erfiðar enda völlurinn gríðarlega blautur og þungur fyrir leikmennina að fóta sig á. Það bauð hinsvegar upp á skrautlegar tæklingar þegar menn renndu sér í bleytunni og margir leikmanna liðanna sem fóru vel drullugir af velli að leiknum loknum.

Íslendingar náðu forystunni á 23. mínútu. Birkir Bjarnason átti þá fast skot að marki Slóvakíu en markvörður þeirra varði.

Hann hélt þó ekki boltanum og Gylfi Þór Sigurðsson var fyrstur að átta sig og renndi boltanum í markið.

Forystan stóð þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Slóvakar jöfnuðu úr vítaspyrnu. Eftir þunga sókn þeirra áttu þeir skot að marki úr dauðafæri.

Eggert Gunnþór Jónsson miðvörður Íslands sá þann kost vænstan að henda sér á boltann og verja með hendinni.

Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og vísaði Eggerti af velli fyrir brotið. Úr spyrnunni skoruðu svo gestirnir örugglega framhjá Þórði Ingasyni í marki Íslands.

Þrátt fyrir að vera manni færri var enginn greinilegur munur á liðunum eftir þetta. Íslenska liðið barðist vel og varnarleikur þess var frábær og oft á tíðum virtist sem menn væru tilbúnir að fórna lífi og limum til að boltinn færi ekki inn.

Bestu menn Íslands í kvöld voru annars vegar Ari Freyr Skúlason sem gaf ekki tommu eftir allan leikinn og var síógnandi sóknarlega auk þess að taka virkan þátt í varnaleiknum.

Hinsvegar markvörðurinn Þórður Ingason sem varði oft á tímum frábærlega og kom í veg fyrir að Slóvakar næðu ekki að skora sigurmark í leiknum.

Riðlakeppninni er nú lokið og það var Austurríki sem endaði í toppsæti riðilsins og fer því á Evrópumótið í Svíþjóð næsta sumar.

Íslenska liðið endaði í fjórða sæti með sjö stig en mjög erfiðlega hefur gengið hjá liðinu að skora og í heildina skoraði liðið aðeins sex mörk í átta leikjum.

Luka Kostic hefur þjálfað U21 árs landsliðið í undankeppninni en nú rennur samningur hans út og viðræður um hvort hann haldi áfram því á döfinni.

Byrjunarlið Íslands: Þórður Ingason, Þórir Hannesson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Arnór Smárason (Hjálmar Þórarinsson), Hallgrímur Jónasson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason (Heiðar Geir Júlíusson), Kolbeinn Sigþórsson (Jón Vilhelm Ákason), Ari Freyr Skúlason.
Athugasemdir
banner
banner
banner