Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður West ham, og Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, voru báðir í eldlínunni með varaliðum félaganna í kvöld.
Hólmar Örn lék allan leikinn í vörninni hjá West Ham sem bar 1-0 sigurorð af Arsenal á útivelli í ensku varaliðadeildinni. Hann stóð sig með prýði og hélt sóknarmönnum Arsenal í skefjum allan leikinn.
Með sigrinum lyftu Hamrarnir sér upp í þriðja sæti deildarinnar.
Jóhann Berg spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir AZ Alkmaar sem sigraði NEC 3-0 í hollensku varaliðadeildinni.
AZ Alkmaar er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir