Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 05. júní 2009 14:25
Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landsliðið tapaði fyrir Dönum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danmörk 2-3 Ísland:
1-0 (markaskorara vantar) ('16)
2-0 (markaskorara vantar) ('41)
2-1 Bjarni Þór Viðarsson ('43, víti)
2-2 Skúli Jón Friðgeirsson ('55)
3-2 (markaskorara vantar) ('77)

U21 árs landsliðið skoraði tvö mörk gegn dönskum jafnöldrum sínum í dag en töpuðu leiknum 2-3.

Danska liðið komst í 2-0 áður en Íslendingar komu til baka og jöfnuðu metin.

Fyrst skoraði Bjarni Þór Viðarsson úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Rúrik Gíslasyni innan vítateigs undir lok fyrri hálfleiks.

Skúli Jón Friðgeirsson jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum eftir hornspyrnu íslenska liðsins.

Danir skoruðu svo sigurmarkið þegar um stundarfjórðungar var eftir eftir vandræðagang í íslensku vörninni.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Þórður Ingason

Hægri bakvörður: Andrés Már Jóhannesson,

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjolfsson, Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Hægri kantur: Birkir Bjarnason

Vinstri kantur: Björn Daníel Sverrisson

Tengiliðir: Bjarni Þór Viðarsson, Guðmundur Kristjánsson og Guðlaugur Victor Pálsson.

Framherji: Rúrik Gíslason, fyrirliði

Athugasemdir
banner
banner