Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 08. september 2009 17:24
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur KSÍ 
Byrjunarlið U21 árs landsliðsins gegn Norður Írum
Rúrik er fyrirliði íslenska liðsins. Hér er hann í leik A-landsliðsins gegn Norðmönnum um helgina.
Rúrik er fyrirliði íslenska liðsins. Hér er hann í leik A-landsliðsins gegn Norðmönnum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Strákarnir í U21 karla leika í kvöld við Norður Íra en leikið er ytra á Coleraine Showgrounds vellinum. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og er liður í riðlakeppni fyrir EM 2011.

Þetta er annar leikur U21 karla í þessum riðli en í fyrsta leiknum töpuðu þeir á heimavelli gegn Tékkum.

Tékkar og Norður Írar áttust einmitt við síðastliðinn föstudag í Tékklandi og höfðu Tékkar þá betur með tveimur mörkum gegn engu.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað.

Markvörður:
Haraldur Björnsson

Aðrir leikmenn:
Jón Guðni Fjóluson, Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Bjarni Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Rúrik Gíslason fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner