Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 02. október 2009 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Guðjón Þórðarson rekinn frá Crewe Alexandra
Crewe Alexandra hefur rekið Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóra félagsins.

Þessi tíðindi koma í kjölfarið á 3-2 tapi Crewe gegn Bury síðastliðið þriðjudagskvöld.

Guðjón tók við Crewe í desember en náði ekki að hjálpa liðinu að forðast fall niður í fjórðu efstu deild.

Á þessari leiktíð hefur gengi liðsins ekki verið gott en Crewe hefur unnið einungis fjóra leiki af fimmtán og situr í 15.sæti deildarinnar.

Dario Gradi mun taka tímabundið við Crewe en hann mun stýra liðinu gegn Rotherham United á morgun.
Athugasemdir
banner
banner