
,,Það eru hlutir sem ég er ánægður með. Við komum á erfiðan völl gegn liði sem skorar mikið af mörkum og skapar sér fullt af færum og mér fannst við standa okkur vel gegn því. Ef þú lýtur á gæði markana sem þeir skora að þá eru þau frábær. En svona er fótboltinn" sagði þjálfari Skota Billy Stark eftir tap gegn Íslandi í kvöld.
,,Ef ég á að vera heiðarlegur að þá eru úrslitin sanngjörn. Íslenska liðið pressaði mjög mikið og það verður okkar hlutverk á mánudaginn"
,,Íslenska liðið myndi koma mörgum á óvart með því hversu góðir þeir eru. Gæðin í liðinu og aginn sem hjá þeim, þeir vita um hvað þetta snýst."
,,Ef þú ert undir að þá er liðið sem er yfir ávallt litið sigurstranglegra en við erum með mark á útivelli og það gæti skipt sköpum og við sannarlega höfum eitthvað til að byggja á"
Nánar er rætt við Billy í sjónvarpinu hér að ofan.