
,,Maður er gífurlega stoltur að vera hluti af þessu," sagði Hjörtur Logi Valgarðsson leikmaður U21 árs landsliðsins í samtali við Fótbolta.net
U21 árs landsliðið er komið á EM næsta sumar eftir að hafa unnið Skota 2-1 í tveimur leikjum í röð.
,,Maður trúir því ekki að maður sé að fara á stórmót næsta sumar, maður er bara ennþá að ná þessu.”
,,Við vorum ekki alveg að ná takti í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var betri og þessi mörk frá Gylfa gerðu út um leikinn, þetta er ótrúleg mörk hjá honum. Það er frábært að hafa svona mann innanborðs.”
Nánar er rætt við Hjört Loga í sjónvarpinu hér að ofan.