
,,Við náðum ekki að nýta okkur yfirburðina í fyrri hálfleik og skapa okkur opnari færi. ÞAð svíður svolítið því það hefði verið skemmtilegt að ná marki í fyrri hálfleik því möguleikarnir voru til staðar," sagði Freyr Alexandersson þjálfari kvennaliðs Vals eftir 1-1 jafntefli gegn Rayo Vallecano á Hlíðarenda í kvöld en þar með féll liðið út úr Meistaradeildinni, 4-1 fyrir spænska liðið samanlegt.
,,Ef við hefðum náð því þá hefðum við hleypt leiknum upp í vitleysu því tvö mörk í fótbolta eru ekki neitt. Við náðum ekki marki í fyrri hálfleik og svo fáum við mjög ódýrt mark á okkur snemma í seinni hálfleik og þá er þetta nánast búið."
,,Þær gáfust aldrei upp stelpurnar og ég er stoltur af því. Þær héldu áfram og voru að berjast og við endum á að ná jafntefli í þessum leik sem gefur ekkert í lokin en bara upp á stoltið."
Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir um tímabilið, nýtt starf sitt hjá Val og leikmannamál.