Þegar tölfræði fyrri hluta enska úrvalsdeildartímabilsins er skoðuð er ýmislegt áhugavert sem kemur í ljós. Ein skemmtileg tölfræði til að skoða er svokölluð xG tölfræði (expected goals) sem snýr að skoruðum mörkum.
Þá er líka áhugavert að skoða xGA tölfræðina (expected goals against) sem snýr að mörkum fengnum á sig og xPTS tölfræðina (expected points) sem skoðar mögulegan stigafjölda eftir að fyrrnefndar breytur eru teknar með í dæmið. Hægt er að reikna xPTS á mismunandi vegu.
Þetta er tölfræði sem segir til um hvar lið ættu raunverulega að vera á stöðutöflunni ef fótbolti væri spilaður á stærðfræðiblaði. Þannig er hægt að reikna út hversu 'heppin' eða 'óheppin' liðin hafa verið á tímabilinu, eða einfaldlega hversu góð eða léleg þau hafa verið í að nýta færin sín og koma í veg fyrir mörk.
Aston Villa, sem situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, er 'heppnasta' lið fyrri hluta tímabilsins. Lærlingar Unai Emery eru með 39 stig eftir 19 umferðir og markatöluna +7, en samkvæmt xG og xPTS töflunum ætti liðið að vera í fallbaráttu.
Samkvæmt einhverjum útreikningum ætti Aston Villa raunverulega að vera með svo lítið sem 22 stig, en samkvæmt öðrum útreikningum eru stigin aðeins 18. Það er 17-21 stigi minna heldur en liðið er með í raunveruleikanum.
Á hinum enda stöðutöflunnar hefur Wolves verið langóheppnasta lið tímabilsins. Botnliðið hefur verið að bæta minnst eftirsóttu met enska boltans og er aðeins með 3 stig það sem af er tímabils, en samkvæmt xPTS töflunum ættu Úlfarnir að vera með eitthvað á bilinu frá 14 til 20 stig.
Önnur lið sem hafa verið óheppin og ættu að vera talsvert hærra en þau eru á stöðutöflunni eru Leeds United, Bournemouth og Newcastle United.
Önnur lið sem hafa verið heppin og ættu að vera talsvert lægra en þau eru á stöðutöflunni eru Sunderland, Everton og Fulham.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 19 | 14 | 3 | 2 | 37 | 12 | +25 | 45 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 19 | 12 | 3 | 4 | 30 | 23 | +7 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 19 | 8 | 6 | 5 | 32 | 21 | +11 | 30 |
| 6 | Man Utd | 19 | 8 | 6 | 5 | 33 | 29 | +4 | 30 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Everton | 19 | 8 | 4 | 7 | 20 | 20 | 0 | 28 |
| 9 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 10 | Newcastle | 19 | 7 | 5 | 7 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 11 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 12 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 13 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 14 | Brighton | 19 | 6 | 7 | 6 | 28 | 27 | +1 | 25 |
| 15 | Bournemouth | 19 | 5 | 8 | 6 | 29 | 35 | -6 | 23 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 19 | 5 | 3 | 11 | 18 | 30 | -12 | 18 |
| 18 | West Ham | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 38 | -17 | 14 |
| 19 | Burnley | 19 | 3 | 3 | 13 | 20 | 37 | -17 | 12 |
| 20 | Wolves | 19 | 0 | 3 | 16 | 11 | 40 | -29 | 3 |
Athugasemdir



