Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jafnt á Anfield og Selhurst Park
Mynd: Crystal Palace
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni þar sem Englandsmeistarar Liverpool gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Leeds United.

Heimamenn í Liverpool voru sterkari aðilinn og fengu góð færi til að skora í fyrri hálfleik en boltinn rataði ekki í netið.

Lærlingar Arne Slot áttu í erfiðleikum með að skapa sér góð færi og þegar það hafði þá var nýtingin ekki nægilega góð. Leeds varðist mjög vel á Anfield.

Gestirnir frá Leeds fengu einnig sín færi en tókst ekki að stela sigrinum.

Síðari hálfleikurinn var rólegri heldur en sá fyrri en áfram var Liverpool sterkara liðið, án þess þó að skapa sér mikið af færum.

Hvorugu liði tókst að skora svo lokatölur urðu 0-0. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar, með 33 stig eftir 19 umferðir - tólf stigum á eftir topplið Arsenal. Leeds er með 21 stig eftir 19 umferðir, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Á sama tíma tók Crystal Palace á móti Fulham í Lundúnaslag og náðu heimamenn forystunni í jöfnum fyrri hálfleik. Eftirsóttur Jean-Philippe Mateta skoraði á 39. mínútu og leiddu heimamenn í leikhlé. Mateta skoraði með góðum skalla eftir frábæran undirbúning frá Nathaniel Clyne.

Fulham var sterkara liðið í síðari hálfleiknum en átti erfitt með að finna jöfnunarmarkið. Palace varðist vel og hélt forystunni allt þar til á 80. mínútu, þegar Tom Cairney jafnaði með góðu skoti við vítateigslínuna. Lokatölur urðu 1-1.

Palace og Fulham eru jöfn um miðja deild með 27 stig eftir 19 leiki.

Liverpool 0 - 0 Leeds

Crystal Palace 1 - 1 Fulham

1-0 Jean-Philippe Mateta ('39)
1-1 Tom Cairney ('80)
Athugasemdir
banner