Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fim 01. janúar 2026 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Markalaust á jafnteflisdeginum mikla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni og enduðu þeir með markalausum jafnteflum.

Það er ekki vanalegt að sjá leiki enda 0-0 í deildinni en sú var raunin í dag og í kvöld, þar sem þrír af fjórir leikjum enduðu 0-0. Einu liðin sem skoruðu í dag voru Crystal Palace og Fulham í 1-1 jafntefli sín á milli.

Nýliðar Sunderland tóku á móti stórveldi Manchester City og úr varð skemmtilegur slagur. Heimamenn í Sunderland sýndu frábæra spilamennsku í fyrri hálfleik, þeir voru sterkari aðilinn en tókst ekki að skapa mikið af færum eða skora. Brian Brobbey slapp í gegn í besta færinu fyrir leikhlé en Gianluigi Donnarumma gerði vel að verja.

Staðan var markalaus í leikhlé og byrjaði Man City seinni hálfleikinn á að missa Nico González og Savinho meidda af velli. Rodri og Jeremy Doku, sem eru sjálfir nýkomnir úr meiðslum, komu inn í staðinn og skipti City um gír.

Lærlingar Pep Guardiola fengu góð færi til að taka forystuna en komu boltanum ekki í netið. Robin Roefs varði frábærlega í tvígang og fóru aðrar marktilraunir fínt framhjá markinu eða í varnarmenn sem köstuðu sér fyrir hvert skotið fætur öðru.

City var með yfirhöndina en heimamenn í Sunderland voru skeinuhættir. Hvorugu liði tókst þó að skora svo lokatölur urðu 0-0 eftir skemmtilegan slag.

City komst næst því að skora þegar Bernardo Silva setti boltann í netið af stuttu færi en var í afar naumri rangstöðu.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir topplið Arsenal sem er núna með fjögurra stiga forystu á City. Sunderland er áfram í baráttu um evrópusæti, með 29 stig eftir 19 umferðir.

Á sama tíma skildu Brentford og Tottenham jöfn í fyrsta sinn sem Thomas Frank mætir aftur í heimsókn til fyrrum vinnuveitenda sinna.

Þar mættust liðin í afar jöfnum slag þar sem lítið var um færi og engum tókst að skora. Tottenham fékk besta færið í fyrri hálfleik á meðan Brentford fékk besta færið í seinni hálfleik.

Brentford er um miðja deild með 27 stig, einu stigi fyrir ofan Tottenham.

Sunderland 0 - 0 Man City

Brentford 0 - 0 Tottenham

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner