„Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsi-Max deildinni, en ÍBV ætlar sér stóra hluti undistjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar."
Svona byrjar fréttatilkynning frá Vestmannaeyingum í kvöld.
Svona byrjar fréttatilkynning frá Vestmannaeyingum í kvöld.
Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýja samning við félagið, en hún er fædd árið 2002 og uppalin í Ólafsvík. Hún kom ung til Eyja þar sem hún stundar nám og sækir akademíu FÍV og ÍBV. Birgitta er að hefja sitt þriðja leiktímabil með ÍBV.
Danielle Tolmais kemur til ÍBV frá Frakklandi. Danielle leikur sem sóknarmaður sem einnig getur leyst allar miðjustöðurnar.
Hanna Kallmaier kemur til ÍBV frá Þýskalandi. Hanna leikur sem varnarsinnaður miðjumaður sem einnig getur leyst allar varnarstöðurnar.
Olga Sevcova, Eliza Spruntule og Karlina Miksone koma allar til liðs við ÍBV frá Lettlandi. Olga leikur sem sóknarmaður, Eliza sem varnarmaður og Karlina sem miðjumaður. Allar eru þær landsliðskonur og þykja skara fram úr þar.
Þær voru allar í byrjunarliði Lettlands sem tapaði 6-0 gegn Íslandi í október á síðasta ári.
ÍBV hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir