Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 01. febrúar 2021 10:53
Elvar Geir Magnússon
Tilbúinn að fljúga með einkaþotu til Liverpool
Það er nóg að gera á skrifstofu Liverpool en félagið gæti bætt við sig fleiri en einum varnarmanni. Ljóst er að Ben Davies er að koma frá Preston og aðrir möguleikar eru einnig í deiglunni.

Sjá einnig:
Hver er þessi Ben Davies sem Liverpool er að kaupa?

Duje Caleta-Car, 24 ára króatískur varnarmaður Marseille, hefur verið orðaður við Liverpool en ýmsir spekingar telja að ólílegt að hægt verði að ganga frá þeim skiptum. Franska félagið þyrfti þá að finna mann til að fylla hans skarð.

Caleta-Car er sagður hafa mætt út á flugvöllinn í Marseille og verið tilbúinn í að fljúga með einkaþotu til Englands. The Telegaph segir að enn sé möguleiki á því að hann gangi í raðir Liverpool.

Shkodran Mustafi, varnarmaður Arsenal, hefur einnig verið nefndur og þá hefur Sky Sports kastað nafni tyrknesk varnarmanns í umræðuna einnig.

Liverpool er sagt vera í viðræðum við Schalke um miðvörðinn Ozan Kabak. Sky Sports segir að þýska félagið sé bara tilbúið að láta leikmanninn frá sér ef það finnur mann til að fylla hans skarð. Möguleiki sé á að Kabak komi til Liverpool á láni út tímabilið en með kaup í sumar í huga.
Athugasemdir
banner