Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte leggst undir hnífinn - Missir hann af næsta leik?
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham á Englandi, mun leggjast undir hnífinn í dag þar sem hann er á leið í gallblöðrutöku.

Fram kemur í tilkynningu frá Tottenham að hann hafi fundið fyrir miklum kviðverkjum að undanförnu og farið í greiningu hjá læknum vegna þess.

Þar kom í ljós að hann væri með gallblöðrubólgu og þarf hann þess vegna að fara í aðgerð.

Það mun taka hann einhvern tíma að jafna sig og mun hann snúa aftur að bataferlinu loknu.

Eins og staðan er núna er óljóst hvort hann muni missa af einhverjum leikjum en næsti leikur Spurs er gegn Manchester City á sunnudaginn. Það þykir ólíklegt að hann verði þar í ljósi þess að það tekur nokkrar vikur að jafna sig á slíkri aðgerð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner