Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. febrúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Ofurdeildin er þegar orðin til, og hún er á Englandi“
James Milner reynir að ná boltanum af Mykhailo Mudryk í leik Liverpool og Chelsea.
James Milner reynir að ná boltanum af Mykhailo Mudryk í leik Liverpool og Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku félagsliðin hafa farið hamförum á leikmannamarkaðnum og eru komin með gríðarlega yfirburði fjárhagslega gagnvart öðrum stórum fótboltadeildum Evrópu. Ensku félögin eyddu 79% af öllu því fjármagni sem var notað í fimm stærstu deildunum í janúarglugganum.

„Hætta er á að ein af deildunum verði innan fárra með mikla yfirburði og laði að sér alla hæfileikaríkustu menn innan evrópska fótboltans. Hinar deildirnar verða þá algjörlega jaðarsettar og þessi þróun er farin að gerast. sagði Andrea Agnelli, fyrrum forseti Juventus, fyrir nokkrum vikum.

Var hann þar að ræða um hugmyndir um stofnun sérstakrar Ofurdeildar innan Evrópu. Hann ýjaði þar að því að ef deildin yrði ekki stofnuð þá myndi ein landsdeild hvort sem er þróast út í að verða eiginleg Ofurdeild. Þar var hann auðvitað að tala um ensku úrvalsdeildina.

„Það er magnað hvað Chelsea hefur eytt. Það er eitthvað sem segir manni að evrópska Ofurdeildin sé mætt... og hún er á Englandi. Það er staðurinn þar sem stjórarnir vilja vera og leikmennirnir vilja spila," segir Guillem Balague, spænski sparkspekingurinn.

„Það er engin leið til baka. La Liga er að reyna allt til að hámarka það sem hægt er að ná út úr keppninni en deildin er samt í órafjarlægð frá ensku úrvalsdeildinni. Þetta er eitthvað sem fólk þarf að sætta sig við og aðlagast. Aðrar deildir í Evrópu þurfa að selja sig á annan hátt."
Athugasemdir
banner
banner