Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne býst við lokuðum leik gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne var tekinn í ítarlegt viðtal af Sky Sports og var meðal annars spurður hvort hann teldi sig vera langt frá því að geta unnið Gullknöttinn.

„Ég er líklega ekki langt frá því, en hver er ég til að ákveða það? Ég reyni bara að gera mitt besta og mér finnst ég vera búinn að gera mjög vel síðustu ár þrátt fyrir mikið af meiðslum," svaraði De Bruyne, sem hafnaði í 14. sæti í kjörinu í fyrra.

„Síðustu ár hef ég verið að festa mig í sessi meðal 30 bestu leikmanna heims og það er ótrúlega gott að fá viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi í starfi. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram og gera enn betur.

„Ég tel mig vera fullkomnari knattspyrnumann nú heldur en fyrir nokkrum árum. Ég er betri bæði með og án boltans, hugarfarið er sterkara og ég er orðinn leiðtogi og betri leikmaður."


De Bruyne verður í liði Manchester City sem mætir Aston Villa í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Man City heimsótti Villa í úrvalsdeildinni í janúar og vann 6-1.

„Við erum félag sem tekur öllum keppnum alvarlega. Við spilum alltaf til að vinna og höfum sannað það síðustu ár. Ég veit að fólk segir að þetta sé ómerkilegasti titillinn en þetta er samt titill. Það er til mikið af reyndum leikmönnum sem hafa aldrei unnið titil, ekki einu sinni deildabikarinn.

„Ég býst við að Villa muni verjast vel og skipulega gegn okkur. Þeir byrjuðu með fimm varnarmenn og þrjá á miðjunni í síðasta leik og þá vorum við komnir þremur mörkum yfir á fyrsta hálftímanum.

„Í kjölfarið þurftu þeir að opna sig meira og þá varð þetta auðveldara fyrir okkur. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi, þeir munu leggja áherslu á varnarleikinn og reyna að pota inn marki. Leikurinn verður mjög lokaður í byrjun."

Athugasemdir
banner
banner
banner