Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. mars 2020 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Bruno Fernandes maður leiksins - Gylfi góður
Bruno Fernandes hefur komið feykilega sterkur inn í lið Man Utd.
Bruno Fernandes hefur komið feykilega sterkur inn í lið Man Utd.
Mynd: Getty Images
Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins og var Gylfi Þór Sigurðsson meðal bestu leikmanna vallarins er Everton gerði 1-1 jafntefli við Manchester United.

Dominic Calvert-Lewin var bestur í liði Everton en portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes var valinn sem maður leiksins. Hann skoraði eina mark Man Utd í leiknum og var afar líflegur.

David De Gea gerðist sekur um herfileg mistök þegar hann hreinlega gaf Dominic Calvert-Lewin mark í upphafi leiks. De Gea var versti leikmaður vallarins og fær 4 í einkunn.

Diogo Jota var þá maður leiksins er Wolves lagði Tottenham að velli á Tottenham Hotspur Stadium.

Jota fékk 9 í einkunn og var langbestur á vellinum, næstu menn fengu 7 í kladdann.

Everton: Pickford (5), Coleman (5), Holgate (7), Keane (6), Baines (7), Davies (6), Gomes (7), Sigurðsson (7), Walcott (6), Richarlison (6), Calvert-Lewin (8).
Varamenn: Sidibe (6), Bernard (6)

Man Utd: De Gea (4), Wan-Bissaka (6), Lindelof (6), Maguire (6), Shaw (7), Matic (7), Fred (6), McTominay (6), Fernandes (8), Greenwood (6), Martial (6).
Varamenn: Mata (5), Ighalo (5),



Tottenham: Gazzaniga (6), Aurier (7), Sanchez (6), Dier (6), Tanganga (5), Davies (6), Winks (6), Lo Celso (7), Alli (6), Moura (6), Bergwijn (6).
Varamenn: Fernandes (6), Ndombele (6)

Wolves: Rui Patricio (6), Boly (7), Coady (7), Saiss (7), Doherty (8), Neves (7), Moutinho (7), Vinagre (6), Jimenez (7), Diogo Jota (9), Traore (7)
Varamenn: Dendoncker (6), Neto (6),
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner