Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 01. mars 2024 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arftaki Freys látinn taka pokann sinn eftir 50 daga í starfi (Staðfest)
Magne Hoseth.
Magne Hoseth.
Mynd: Getty Images
Íslendingafélagið Lyngby hefur tekið ákvörðun um að reka Magne Hoseth úr starfi þjálfara en hann gegndi því starfi í aðeins 50 daga.

Hoseth, sem hætti með Klaksvík í Færeyjum til að taka við Lyngby, stýrði liðinu í aðeins tveimur keppnisleikjum. Hann tók við starfinu eftir að Freyr Alexandersson fór til Belgíu og tók þar við Kortrijk en Freyr hafði gert frábæra hluti með Lyngby.

„Við erum sorgmæddir yfir stöðunni. Það er bara hægt að gagnrýna okkur en við munum gera allt til að hjálpa Magne og hans fjölskyldu. Við toguðum Magne úr góðu starfi, fengum fjölskyldu hans til Danmörku og núna þurfum við því að taka við skítnum," segir Andreas Byder, stjórnarmaður hjá Lyngby.

Byder segir að Hoseth sé mjög viðkunnalegur maður en hann hafi ekki hentað í starfið og ekki fengið stuðning frá starfsfólki né leikmönnum.

Lyngby tapaði báðum leikjum Hoseth við stjórnvölinn en liðið er núna í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru á meðal leikmanna Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner