Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 12:17
Magnús Már Einarsson
Æfingar leyfðar í Noregi á nýjan leik
Má æfa eftir takmörkunum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Landlæknaembættið í Noregi gaf í dag út að leyfilegt sé að hafa skipulagðar æfingar á fótboltavöllum í Noregi. Allar æfingar hafa legið niðri að undanförnu vegna kórónuveirunnar en nú verður leyfilegt að æfa samkvæmt ákveðnum reglum.

Ekki mega fleiri en fimm leikmenn æfa saman í einu og passa skal upp á að tveir metrar séu að á milli leikmanna.

Þá er skylda að fullorðinn þjálfari fylgist með æfingum hjá yngri flokkum. Ekki er leyfilegt að nota búningsklefa í tengslum við æfingar og allir leikir eru ennþá bannaðir.

370 þúsund manns spila fótbolta í Noregi og leyfilegt er að hefja nú æfingar á ný í fimm manna hópum.

Á Íslandi var sett bann á æfingar föstudaginn 20. mars síðastliðinn en það bann stendur ennþá yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner