Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Örn gerir nýjan samning við KR
Þorsteinn í leik með Haukum í fyrra.
Þorsteinn í leik með Haukum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Bakvörðurinn Þorsteinn Örn Bernharðsson hefur framlengt samning sinn við KR til ársins 2022 en þetta kemur fram á heimasíðu felagsins.

Þorsteinn kom til KR árið 2018 frá Fram. Þorsteinn spilaði á sl. tímabili hjá Haukum er hann var lánaður til félagsins og lék hann 16 leiki í Inkasso-deildinni.

Á yfirstandandi undirbúningstímabili hefur Þorsteinn tekið þátt í 9 leikjum og lék hann m.a. leikina í Bandaríkjunum gegn Orlando City og FC Cincinatti.

„Þorsteinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og vildu þjálfarar mfl. verðlauna hann með nýjum samningi," segir á heimasíðu KR.

„Líklegt þykir að Þorsteinn verði lánaður á komandi keppnistímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner