Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. apríl 2021 20:20
Victor Pálsson
Raiola um Haaland: Kannski var ég að passa mig of mikið
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Erling Haaland, segir að hann hafi kannski gert mistök með að ráðleggja leikmanninum að ganga í raðir Borussia Dortmund.

Dortmund er afar stórt félag í Þýskalandi en telst kannski ekki sem eitt af stærstu eða bestu félögum heims um þessar mundir.

Haaland ákvað að ganga í raðir Dortmund frá RB Salzburg í fyrra og þrátt fyrir ungan aldur hefur Norðmaðurinn raðað inn mörkum.

Haaland er á óskalista bestu liða heims og hefði hann getað samið við eitt af þeim á síðasta ári að sögn Raiola.

„Með Haaland þá höfðu allir rangt fyrir sér. Hann var mun fljótari að hlutunum en fólk gat ímynda sér," sagði Raiola.

„Hann er á undan áætlun. Kannski var ég að passa mig of mikið þegar ég sagði að við ættum að fara til Dortmund frekar en einhvert annað."

„Ég er 100 prósent viss og allir eru á sama máli að hann getur samið við hvaða lið sem er. Hann gat líka gert það á síðasta ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner