Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 18:44
Brynjar Ingi Erluson
England: Sterkur sigur Aston Villa í Lundúnum - Færi Chelsea fóru forgörðum
Leikmenn Chelsea klúðruðu mörgum góðum færum
Leikmenn Chelsea klúðruðu mörgum góðum færum
Mynd: Getty Images
John McGinn skoraði glæsilegt mark í síðari hálfleik
John McGinn skoraði glæsilegt mark í síðari hálfleik
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('18 )
0-2 John McGinn ('56 )

Aston Villa vann mikilvægan, 2-0, sigur á Chelsea í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag. Heimamenn fengu urmul af færum en þau fóru forgörðum.

Færin voru á báða bóga fyrstu mínúturnar. Emiliano Martínez, markvörður Villa, gerði slæm mistök í byrjun leiks og sendi á Boubacar Kamara sem var í erfiðri stöðu. Mykhailo Mudryk náði boltanum af honum áður en hann lét vaða á markið en Martínez varði boltann yfir markið.

John McGinn átti þá skot í þverslá á 16. mínútu áður en opnunarmarkið kom. McGinn átti þá langan bolta fram sem Marc Cucurella skallaði aftur fyrir sig og á Ollie Watkins sem komst einn á móti Kepa og var eftirleikurinn einfaldur.

Chelsea átti svo sannarlega að vera að minnsta kosti með eitt mark í fyrri hálfleiknum. Martínez átti góðar vörslur en færanýting leikmanna Chelsea var skelfileg. Mudryk átti slakt skot er hann var kominn einn á móti markverði og þá átti Ben Chilwell skot í stöng.

Chilwell kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf Reece James en hann var dæmdur brotlegur í aðdragandanum og var því staðan 1-0 fyrir Villa í hálfleik.

Heimamenn héldu áfram að pressa í byrjun síðari hálfleiks en það var sama vandamál og í þeim fyrri — boltinn vildi ekki í netið og refsuðu Vila-menn fyrir það.

Eftir hornspyrnu barst boltinn á McGinn sem var í góðri skotstöðu fyrir utan teiginn. Hann smellhitti boltann sem söng í netinu.

Það var alltaf eins og Chelsea væri að reyna að búa til hið fullkomna mark sem kom þó aldrei. Dýrkeypt tap hjá Chelsea sem er nú ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti og situr í 11. sæti með 38 stig á meðan Villa er í 9. sæti með 41 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner