Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfarinn hljóp inn á völlinn til að fá skiptingu í gegn
Mynd: Getty Images
Skondið atvik átti sér stað í leik Almere City og Heracles í hollensku B-deildinni í gær en Alex Pastoor, þjálfari Almere, hljóp inn á völlinn til að fá skiptingu í gegn.

Leikmaður Almere meiddist undir lok fyrri hálfleiksins og þurfti aðhlynningu utan vallar.

Hann gat ekki komið aftur inn á völlinn en leikurinn hélt áfram og þurfti Almere að bíða eftir því að boltinn færi úr leik.

Pastoor, þjálfari Almere, gat ómögulega beðið lengur en mínútu eftir skiptingunni og ákvað því að hlaupa inn á völlinn til þess að dómarinn myndi stöðva leikinn.

Þetta gekk fullkomlega upp hjá Pastoor sem fékk gula spjaldið fyrir og vissi hann alveg upp á sig sökina, en fékk þó skiptinguna í gegn.

Almere City coach Alex Pastoor purposely intruding the pitch to force a substitute after playing with 10 men for a minute due to injury
by u/Ballkenende in soccer

Athugasemdir
banner