
Eftir æsispennandi lokamínútur þar sem Blikar höfðu betur gegn Leikni Reykjavík var Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks mættur í viðtal.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 3 Breiðablik
„Í lokin þá settu þeir aðeins á okkur en að sjálfsögðu áttu við að vera búnir að klára leikinn fyrir það, fengum nokkur góð færi og héldum boltanum vel innan liðsins en þetta var alveg leikur hérna undir lokin, ekta bikarstemning kannski að Leiknir komst inn í þetta 2-1 en við náðum að klára þetta sem betur fer og það er fyrir öllu.“
Ágúst hafði lofað því fyrir mót að hann myndi vilja að liðið skoraði mörg mörk og að hann ætlaði að bæta því við leik sinna minna.
„Veturinn skilar því sem við erum að gera núna, við skoruðum aragrúa af mörkum í allan vetur og erum að taka það inn í mótið og inn í bikarinn að skora mörk og við erum að slá á þessar gagnrýnisraddir að við getum ekki skorað en við erum byrjaðir á því og vonandi heldur það áfram inn í sumarið.“
Aðspurður út í færanýtinguna hafði Gústi þetta að segja: „Við sköpuðum fullt af færum en komumst áfram og það var dagsverkið að klára bikarinn og komast í 16-liða úrslit og það gerðum við. Við getum alltaf bætt það að klára færin en sigur í dag og verðum í pottinum á föstudaginn.“
Sjáðu viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir