Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 01. maí 2021 14:35
Aksentije Milisic
Arsenal ætlar að bjóða Smith Rowe nýjan samning
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að félagið ætli sér að bjóða Emile Smith Rowe nýjan samning.

Hinn tvítugi Smith Rowe hefur verið einn af ljósu punktunum í liði Arsenal á þessari leiktíð og nú er ljóst að félagið ætlar að bjóða honum nýjan samning. Núverandi samningur hans rennur út árið 2023.

Þessi uppaldni leikmaður Arsenal hefur tekið þátt í 27 leikjum á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp sjö.

„Við munum ræða við hann. Ég held að Emile á rétt á því að fá nýjan samning því hann hefur svo sannarlega unnið fyrir honum," sagði stjórinn.

Eins og áður segir hefur Smith Rowe staðið sig mjög vel á þessari leiktíð en gengi liðsins hefur verið mikil vonbrigði.

Arsenal er þó komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og sigur í þeirri keppni gæti breytt öllu. Þá kemst liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner