Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 14:15
Aksentije Milisic
Liverpool ekki í viðræðum við Salah um nýjan samning
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur sagt frá því að hann hefur ekki átt í neinum viðræðum við félagið um nýjan samning.

Núverandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 en hann hefur áður gefið í skyn að hann gæti yfirgefið Liverpool. „Við sjáum hvað gerist," sagði hann í mars síðastliðnum.

Salah hefur verið orðaður við Barcelona og Real Madrid að undanförnu og nú hefur hann sagt að engar viðræður hafa átt sér stað við Liverpool um nýjan samning.

„Enginn hefur rætt við mig svo ég get ekki tjáð mig mikið," sagði Salah.

„Enginn hjá félaginu hefur talað við mig svo ég veit ekki neitt," bætti Salah við.

Salah hefur staðið sig frábærlega hjá Liverpool en honum hefur tekist að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og verið á þessum tíma algjör lykilmaður hjá liðinu.

Þá er hann einn af fáu leikmönnum Liverpool sem hefur tekist að halda uppteknum hætti í spilamennsku sinni á þessu tímabili en hann er í baráttunni um gullskóinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner