Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   fim 01. júní 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís ein af tíu bestu leikmönnum Evrópu
Magnað tímabil hjá landsliðsfyrirliðanum
watermark Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir átti stórkostlegt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München. Og eftir því var tekið.

Glódís var valin í lið ársins en auk þess kemst hún á lista vefmiðilsins vinsæla, Goal, yfir bestu leikmenn Evrópu á tímabilinu sem er að líða.

Glódís gerir sér lítið fyrir og er í tíunda sæti á þessum virta lista. Aðeins níu leikmenn þóttu vera betri en hún á þessari leiktíð. Verið er að taka allar stóru deildirnar í Evrópu með inn í reikninginn.

„Glódís Viggósdóttir var gríðarlega mikilvægur hluti af bestu vörninni í Þýskalandi sem fékk bara á sig sjö mörk. Hún steig inn í á stórum augnablikum," segir í umsögn um Glódísi og er skrifað um flotta tölfræði hennar á stærsta sviðinu, í Meistaradeildinni.

„Hún er líka gríðarlega mikilvæg þegar Bayern er á boltanum en enginn leikmaður í Þýskalandi kláraði fleiri sendingar en Glódís."

Besti leikmaður Evrópu þetta tímabilið var Aitana Bonmati úr Barcelona en hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hérna.

Sjá einnig:
Glódís í liði ársins - Engin oftar í liði vikunnar en hún
Athugasemdir
banner
banner