Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
banner
   þri 30. maí 2023 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís í liði ársins - Engin oftar í liði vikunnar en hún
watermark Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er í liði ársins í Þýskalandi hjá vefmiðlinum 90min.

Glódís átti stórkostlegt tímabil með stórveldinu Bayern München og hjálpaði liðinu að verða Þýskalandsmeistari.

Þeir hjá 90min völdu lið ársins út frá því hversu oft leikmenn voru í liði vikunnar hjá miðlinum en Glódís var alls átta sinnum í liði vikunnar. Enginn leikmaður í deildinni var oftar í liði vikunnar en hún.

Glódís, sem er landsliðsfyrirliði Íslands, gekk í raðir Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021 og hefur hún verið lykilmaður hjá Bayern síðan þá.

Hún hefur verið orðuð við Arsenal sem er eitt stærsta félagið á Englandi og það er spurning hvort hún leiki áfram í Þýskalandi á næstu leiktíð.Athugasemdir
banner
banner