Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 01. júní 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalslið samningslausra leikmanna
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: EPA
Sky Sports birti í dag ellefu manna byrjunarlið skipað leikmönnum sem verða samningslausir frá og með 30. júní.

Um er að ræða leikmenn úr sterkustu deildum Evrópu. Sex koma úr ensku úrvalsdeildinni, tveir koma úr spænsku, tveir koma úr frönsku og einn úr ítölsku deildinni.

Leicester og PSG eiga flesta fulltrúa í liðinu eða tvo hvort.

Markmaður
David de Gea (Manchester United) - United er með ákvæði sem það getur virkjað til að framlengja samninginn um eitt ár, samningsviðræður eru í gangi.

Varnarmenn
Caglar Soyuncu (Leicester) - Sterklega verið orðaður við Atletico Madrid.
Sergio Ramos (PSG) - PSG er sagt vilja framlengja við Spánverjann en hann verði að taka á sig launalækkun.
Chris Smalling (Roma) - Vill vera áfram í Roma

Miðjan
Thomas Lemar (Atletico Madrid) - Lítið heyrst af sögum í kringum hann.
Ilkay Gundogan (Man City) - Framtíðin opin, verið orðaður við Barcelona og Arsenal. Gæti framlengt.
Youri Tielemans (Leicester) - Fer frá Leicester og Newcastle er talið líklegasti áfangastaðurinn.
Wilfried Zaha (Crystal Palace) - Gæti framlengt, Arsenal og Fenerbahce sögð hafa áhuga.

Framlínan
Lionel Messi (PSG) - Talið ólíklegt að hann verði áfram, er með tilboð frá Sádí-Arabíu en Barcelona vill fá hann aftur.
Karim Benzeam (Real Madrid) - Real vill halda framherjanum en hann er með risatilboð frá Sádí-Arabíu.
Roberto Firmino (Liverpool) - Fer frá Liverpool. Verið orðaður við Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner