Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   mán 01. júlí 2019 13:18
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum í kvöld. Það er fínt veður, völlurinn er góður og þetta eru tvö lið sem eru á góðu skriði. Það er skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta að fá svona góðan leik á góðum degi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net um stórleikinn sem er framundan gegn Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.

Um er að ræða toppslag en KR er stigi á undan Breiðabliki fyrir þennan leik.

„Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega. Þeir eru mjög sterkir fram á við, sérstaklega í skyndisóknum. Við þurfum að vera varkárir í okkar leik og æða ekki með alla fram strax til að skora. Þetta verður miðjubarátta og smá taktísk barátta. Blikarnir eru frábærir eins og þeir hafa sýnt í allt sumar og það verður erfitt við þá að eiga."

KR-ingar settu upp bretti við hlið stúkunnar í gær til að koma fleiri áhorfendum fyrir í kvöld.

„Við erum að reyna að búa til stemningu og vonumst til að það komi mikið af fólki. Við höfum trú á því. Aðstaðan mætti vera betri en við erum að reyna að gera eitthvað til að taka á móti fleira fólki og vonandi koma margir áhorfendur í kvöld og sjá hörkuleik á milli tveggja góðra liða," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni.
Athugasemdir
banner