Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 01. júlí 2019 13:18
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum í kvöld. Það er fínt veður, völlurinn er góður og þetta eru tvö lið sem eru á góðu skriði. Það er skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta að fá svona góðan leik á góðum degi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net um stórleikinn sem er framundan gegn Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.

Um er að ræða toppslag en KR er stigi á undan Breiðabliki fyrir þennan leik.

„Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega. Þeir eru mjög sterkir fram á við, sérstaklega í skyndisóknum. Við þurfum að vera varkárir í okkar leik og æða ekki með alla fram strax til að skora. Þetta verður miðjubarátta og smá taktísk barátta. Blikarnir eru frábærir eins og þeir hafa sýnt í allt sumar og það verður erfitt við þá að eiga."

KR-ingar settu upp bretti við hlið stúkunnar í gær til að koma fleiri áhorfendum fyrir í kvöld.

„Við erum að reyna að búa til stemningu og vonumst til að það komi mikið af fólki. Við höfum trú á því. Aðstaðan mætti vera betri en við erum að reyna að gera eitthvað til að taka á móti fleira fólki og vonandi koma margir áhorfendur í kvöld og sjá hörkuleik á milli tveggja góðra liða," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni.
Athugasemdir
banner