Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 01. júlí 2019 13:18
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum í kvöld. Það er fínt veður, völlurinn er góður og þetta eru tvö lið sem eru á góðu skriði. Það er skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta að fá svona góðan leik á góðum degi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net um stórleikinn sem er framundan gegn Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.

Um er að ræða toppslag en KR er stigi á undan Breiðabliki fyrir þennan leik.

„Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega. Þeir eru mjög sterkir fram á við, sérstaklega í skyndisóknum. Við þurfum að vera varkárir í okkar leik og æða ekki með alla fram strax til að skora. Þetta verður miðjubarátta og smá taktísk barátta. Blikarnir eru frábærir eins og þeir hafa sýnt í allt sumar og það verður erfitt við þá að eiga."

KR-ingar settu upp bretti við hlið stúkunnar í gær til að koma fleiri áhorfendum fyrir í kvöld.

„Við erum að reyna að búa til stemningu og vonumst til að það komi mikið af fólki. Við höfum trú á því. Aðstaðan mætti vera betri en við erum að reyna að gera eitthvað til að taka á móti fleira fólki og vonandi koma margir áhorfendur í kvöld og sjá hörkuleik á milli tveggja góðra liða," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni.
Athugasemdir