Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 01. júlí 2019 13:18
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil tilhlökkun fyrir leiknum í kvöld. Það er fínt veður, völlurinn er góður og þetta eru tvö lið sem eru á góðu skriði. Það er skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta að fá svona góðan leik á góðum degi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net um stórleikinn sem er framundan gegn Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.

Um er að ræða toppslag en KR er stigi á undan Breiðabliki fyrir þennan leik.

„Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega. Þeir eru mjög sterkir fram á við, sérstaklega í skyndisóknum. Við þurfum að vera varkárir í okkar leik og æða ekki með alla fram strax til að skora. Þetta verður miðjubarátta og smá taktísk barátta. Blikarnir eru frábærir eins og þeir hafa sýnt í allt sumar og það verður erfitt við þá að eiga."

KR-ingar settu upp bretti við hlið stúkunnar í gær til að koma fleiri áhorfendum fyrir í kvöld.

„Við erum að reyna að búa til stemningu og vonumst til að það komi mikið af fólki. Við höfum trú á því. Aðstaðan mætti vera betri en við erum að reyna að gera eitthvað til að taka á móti fleira fólki og vonandi koma margir áhorfendur í kvöld og sjá hörkuleik á milli tveggja góðra liða," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner