mið 01. júlí 2020 16:51
Elvar Geir Magnússon
Grótta fær skoskan sóknarmann (Staðfest)
Grótta hefur fengið nýjan sóknarmann.
Grótta hefur fengið nýjan sóknarmann.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta skilaði inn félagaskiptum fyrir nítján ára skoskan sóknarmann áður en glugganum var lokað á miðnætti.

Leikmaðurinn heitir Kieran McGrath og kemur frá stórklúbbnum Celtic en þar var hann í varaliðinu.

Grótta er nýliði í Pepsi Max-deildinni og er með markatöluna 0-8 eftir þrjár umferðir. Á Seltjarnarnesinu er vonast til þess að McGrath geti hrist upp í sóknarleik liðsins.

Sjá einnig:
Eins og Grótta vilji ekki skora í Pepsi Max-deildinni

Næsti leikur Gróttu er á laugardag gegn HK á Vivaldivellinum.

Kieran McGrath til Gróttu frá Celtic

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við skoska knattspyrnumanninn Kieran McGrath um að leika með Gróttuliðinu í Pepsi max deildinni á yfirstandandi keppnistímabili. Kieran er 19 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr herbúðum Glasgow Celtic, þar sem hann hefur verið síðastliðin fimm ár, en hann gekk til liðs við akademíu skoska stórliðsins frá Hibernian árið 2015.

Það er hluti af stefnu deildarinnar að fá til Gróttu unga efnilega leikmenn, sem vilja fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er sérstakt ánægjuefni að fá slíkan leikmann úr allt öðru umhverfi til að efla okkar unga hóp og við bjóðum Kieran hjartanlega velkominn á Nesið.

Kieran McGrath til Gróttu frá Celtic

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við skoska knattspyrnumanninn Kieran McGrath...

Posted by Grótta Knattspyrna on Miðvikudagur, 1. júlí 2020

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner