Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júlí 2020 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Þetta er ástæðan fyrir því að við erum ekki í titilbaráttu
Mynd: Getty Images
Frank Lampard stjóri Chelsea var svekktur eftir 3-2 tap gegn West Ham fyrr í kvöld.

Tapið kemur sér illa fyrir Chelsea sem er í harðri baráttu við Leicester, Manchester United og Wolves um síðustu Meistaradeildarsætin.

Chelsea komst yfir í leiknum en Hamrarnir sneru stöðunni við með mörkum sitthvoru megin við leikhléð. Willian jafnaði fyrir Chelsea en Hamrarnir gerðu sigurmark á lokamínútunum.

„Við héldum boltanum vel en gerðum fáránleg mistök í varnarleiknum. Við verðum að verjast betur en þetta. Við vissum að þeir myndu beita skyndisóknum og við vissum hvað við þyrftum að gera til að stöðva þær - hlaupa til baka!" sagði Lampard.

„Við lögðum mikla áherslu á mikilvægi þess að vera snöggir að snúa í vörn þegar við töpum boltanum en fórum ekki nógu vel eftir því. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að berjast um topp fjóra frekar en um titilinn - við skilum ekki inn sama vinnuframlagi og bestu liðin. Við erum ekki nógu duglegir að verjast. Ég er ekki ánægður.

„Við verðum að gera betur en þetta ef við ætlum að berjast við stóru strákana."

Athugasemdir
banner
banner
banner