Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þriðja búningi Man Utd lekið - Jákvæð viðbrögð
Mynd: Getty Images
Þriðja búningi Manchester United fyrir næsta tímabil hefur verið lekið. Svo virðist alla vega vera.

United er með nýja auglýsingu framan á búningnum. Chevrolet er ekki lengur styrktaraðili félagsins framan á búningnum. Fyrirtækið TeamViewer er búið að taka við því.

Samningurinn við þýska tæknifyrirtækið TeamViewer og er til fimm ára. Um er að ræða stærsta samning þessa tegundar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en verðmæti hans er 235 milljónir punda.

Ef hægt er að trúa lekanum þá verður þriðji búningur Man Utd á næstu leiktíð blár, svartur og gulur.

Stuðningsmenn virðast flestir ánægðir með hann ef marka má samfélagsmiðla en hér að neðan má sjá myndir.


Athugasemdir
banner
banner