Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 01. júlí 2022 22:43
Ingi Snær Karlsson
Christopher Brazell: Lið eru bæði að vinna og tapa
Lengjudeildin
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Fyrst og fremst vonsvikin. Það er aldrei skemmtilegt að tapa og fá á sig mark." sagði Christopher Brazell eftir 1-0 tap gegn Kórdrengjum í Lengjudeild karla í kvöld.

„Það er mikið af leikjum núna og deild þéttskipuð. Lið eru bæði að vinna og tapa og ég sagði í síðustu viku þegar við unnum, við þurfum að vera góðir sigurvegarar og góðir taparar. Við töpuðum leiknum, við þurfum að bregðast rétt við."

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Ég vill ekki drepa þig úr leiðindum. Ég held að það sé auðvelt að kryfja leikinn til mergjar. Mér fannst strákarnir í Kórdrengjum vera með gott leikskipulag. Þeir settu það vel upp og framkvæmdu það vel. Mér fannst við standa okkur vel í sumu. Mér finnst ég hafa brugðist strákunum í dag, mér fannst leikskipulagið mitt ekkert sérstakt."

Aðspurður hvort Grótta ætli að sækja nýja leikmenn í glugganum hafði hann þetta að segja: „Ég held að við munum fá leikmenn, kannski einn kannski tvo. Eina ástæðan fyrir því að stundum er það nauðsynlegt. Kannski fer einn leikmaður eða leikmaður meiðist og þá þarf að fylla í það skarð."

Næsti leikur er við Fjölni, ert þú spenntur fyrir honum?

„Mjög spenntur, ef þú myndir segja við mig að við gætum spilað hann núna, myndi ég kannski ekki borga þér of mikið, ég þarf að spara en ég myndi spila hann strax."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner