Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 01. júlí 2022 22:43
Ingi Snær Karlsson
Christopher Brazell: Lið eru bæði að vinna og tapa
Lengjudeildin
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Fyrst og fremst vonsvikin. Það er aldrei skemmtilegt að tapa og fá á sig mark." sagði Christopher Brazell eftir 1-0 tap gegn Kórdrengjum í Lengjudeild karla í kvöld.

„Það er mikið af leikjum núna og deild þéttskipuð. Lið eru bæði að vinna og tapa og ég sagði í síðustu viku þegar við unnum, við þurfum að vera góðir sigurvegarar og góðir taparar. Við töpuðum leiknum, við þurfum að bregðast rétt við."

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Ég vill ekki drepa þig úr leiðindum. Ég held að það sé auðvelt að kryfja leikinn til mergjar. Mér fannst strákarnir í Kórdrengjum vera með gott leikskipulag. Þeir settu það vel upp og framkvæmdu það vel. Mér fannst við standa okkur vel í sumu. Mér finnst ég hafa brugðist strákunum í dag, mér fannst leikskipulagið mitt ekkert sérstakt."

Aðspurður hvort Grótta ætli að sækja nýja leikmenn í glugganum hafði hann þetta að segja: „Ég held að við munum fá leikmenn, kannski einn kannski tvo. Eina ástæðan fyrir því að stundum er það nauðsynlegt. Kannski fer einn leikmaður eða leikmaður meiðist og þá þarf að fylla í það skarð."

Næsti leikur er við Fjölni, ert þú spenntur fyrir honum?

„Mjög spenntur, ef þú myndir segja við mig að við gætum spilað hann núna, myndi ég kannski ekki borga þér of mikið, ég þarf að spara en ég myndi spila hann strax."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner