Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   lau 01. júlí 2023 21:34
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ási: Maður er bara í skýjunum
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Maður er bara í skýjunum með stelpurnar, í skýjunum með karakterinn sem þær sýndu. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur og fátt sætara en að enda hann með þessum hætti og komast áfram“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  6 Breiðablik

„Frammistaðan var kannski kaflaskipt. Ég held að heilt yfir hafi Stjarnan átt fleiri skot á markið, nokkrum sinnum í þverslána og annað slíkt en við vorum alltaf líklegar samt og sýndum það um leið og við þurftum á því að halda. Þá gátum við komið til baka þannig að bara fullt hrós á stelpurnar.“

Í úrslitaleiknum, sem spilaður verður á Laugardalsvelli þann 12. ágúst, mæta Blikar Lengjudeildarliði Víkings. R og aðspurður við hverju má búast við í þeim leik segir hann:

„Ég býst við skemmtilegum leik. Það er frábær stemning í Víkinni, mikill meðbyr með þeim í sumar og þær eru með hörkulið. Það verður vonandi góð mæting og skemmtilegur leikur tveggja góðra liða“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner