Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar (Staðfest)
Mynd: Lille
Franski framherjinn Olivier Giroud er kominn til Frakklands en hann mun spila fyrir Lille í frönsku deildinni á næstu leiktíð. Hann skrifaði undir eins árs samning.

Hann var með LAFC á HM félagsliða en liðið féll úr leik í riðlakeppninni og hann yfirgaf félagið í kjölfarið eftir eins árs dvöl í Bandaríkjunum.

Giroud er 38 ára gamall fyrrum leikmaður Chelsea, Arsenal og AC Milan. Þá lék hann 137 landsleiki fyrir hönd Frakklands og skoraði 57 mörk sem gerir hann markahæsta landsliðsmann Frakka frá upphafi.

Hann verður liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar, landsliðsmann Íslands, sem hefur verið leikmaður Lille frá 2023.


Athugasemdir
banner