Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. ágúst 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal að samþykkja tilboð frá Galatasaray í Torreira
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano segir Arsenal vera tilbúið til að samþykkja kauptilboð frá Galatasaray í Lucas Torreira.


Arsenal hefur gefið Galatasaray leyfi til að hefja samningsviðræður við Torreira og ef þær ganga upp mun kauptilboðið vera samþykkt.

Úrúgvæski miðjumaðurinn Torreira hefur ekki staðið undir væntingum frá því að hann var keyptur frá Sampdoria sumarið 2018. Hann er 26 ára gamall og með eitt ár eftir af samningnum.

Hann lék þó 89 leiki á tveimur árum hjá Arsenal og hefur síðan þá verið lánaður út til Atletico Madrid og Fiorentina. Hann var lykilmaður í liði Fiorentina á síðustu leiktíð en ítalska félagið náði ekki samkomulagi við Arsenal um kaupverð.

Torreira á 39 landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ og myndi spila með leikmönnum á borð við Patrick van Aanholt, Haris Seferovic og Bafetimbi Gomis hjá Galatasaray.


Athugasemdir
banner
banner