Selfoss er komið með níu stiga forystu á toppi 2. deildarinnar eftir sigur í toppslagnum í kvöld.
Selfoss fékk Víking Ólafsvík í heimsókn en Gonzalo Zamorano kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu.
Asmer Begic var nálægt því að jafna metin fyrir Víking fyrir lok fyrri hálfleiks en skot hans úr góðu færi fór yfir markið.
Stuttu síðar bætti Þorlákur Breki Baxter við öðru marki Selfoss eftir sendingu frá Gonzalo Zamorano. Luis Romero Jorge minnkaði muninn fyrir Víkinga eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það tókst ekki og því gríðarlega sterkur sigur Selfyssinga staðreynd.
KFA gat komist upp í 2. sætið með sigri á Reyni í Sandgerði sem er á botni deildarinnar. Reynir komst yfir en Julio Cesar Fernandes jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. KFA missti Geir Sigurbjörn Ómarsson af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik og Reynismenn nýttu sér liðsmuninn og unnu glæsilegan sigur.
Selfoss 2 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('37 , víti)
2-0 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('45 )
2-1 Luis Romero Jorge ('55 )
Lestu um leikinn
Reynir S. 3-1 KFA
1-0 Strahinja Pajic ('2 )
1-1 Julio Cesar Fernandes ('45 )
2-1 Alexander Helgason ('85 )
3-1 Leonard Adam Zmarzlik ('88 )
Rautt spjald: Geir Sigurbjörn Ómarsson , KFA ('61)
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 22 | 16 | 3 | 3 | 51 - 27 | +24 | 51 |
2. Völsungur | 22 | 13 | 4 | 5 | 50 - 29 | +21 | 43 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 58 - 33 | +25 | 42 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 12 | 6 | 4 | 50 - 30 | +20 | 42 |
5. KFA | 22 | 11 | 2 | 9 | 52 - 46 | +6 | 35 |
6. Haukar | 22 | 9 | 3 | 10 | 40 - 42 | -2 | 30 |
7. Höttur/Huginn | 22 | 9 | 3 | 10 | 41 - 50 | -9 | 30 |
8. Ægir | 22 | 6 | 7 | 9 | 29 - 35 | -6 | 25 |
9. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 43 | -5 | 23 |
10. Kormákur/Hvöt | 22 | 5 | 4 | 13 | 19 - 42 | -23 | 19 |
11. KF | 22 | 5 | 3 | 14 | 26 - 50 | -24 | 18 |
12. Reynir S. | 22 | 4 | 3 | 15 | 28 - 55 | -27 | 15 |