Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 01. ágúst 2024 11:07
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar semur við Þór - Lánaður til Kortrijk?
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður Aron Einar Gunnarsson kynntur sem leikmaður Þórs á fréttamannafundi hjá félaginu. Hann gæti þó enn farið í erlent félag áður en glugganum verður lokað um næstu mánaðamót.

Sögur eru í gangi um að hann gæti verið lánaður til Kortrijk, félagsins sem Freyr Alexandersson stýrir í belgísku úrvalsdeildinni.

Aron Einar, sem er 35 ára, er án félags eftir að hann yfirgaf Al-Arabi í Katar. Hann hefur verið að æfa með FH hér á landi.

Þórsarar eru í áttunda sæti Lengjudeildarinnar og sagðist þjálfari liðsins, Sigurður Heiðar Höskuldsson, í viðtali á dögunum vonast til þess að Aron myndi spila með þeim. Þór er uppeldisfélag Arons og hann alltaf talað um að hann myndi ljúka ferli sínum þar.

Í frétt 433.is segir að þó Aron verði kynntur hjá Þór séu enn yfirgnæfandi líkur á því að hann skrifi undir hjá félagi erlendis á næstu vikum.

Aron hefur leikið 103 landsleiki fyrir Ísland og var fyrirliði og lykilmaður í gegnum blómatíma liðsins þegar það fór á EM og HM. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net stefnir Aron á að bæta enn frekar við landsleikjafjölda sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner