Sádi-Arabía hefur opinberað áætlanir um framúrstefnulega leikvanga fyrir HM 2034. Þar á meðal er einn leikvangur sem á að vera í 350 metra hæð og verður aðeins aðgengilegur með háhraðalyftum og kljáfum.
Leikvangurinn er hluti af Línunni, fyrirhugaðri snjallborg í Sádi-Arabíu.
Leikvangurinn er hluti af Línunni, fyrirhugaðri snjallborg í Sádi-Arabíu.
Ef ellefu nýjum leikvöngum sem rísa verða átta í höfuðborginni Ríad, þar á meða 92,760 sæta King Salman alþjóðaleikvangurinn sem á að hýsa opnunarleikinn og úrslitaleikinn.
Ekki hefur verið staðfest að mótið verði í Sádi-Arabíu en búist er við því að það gerist á þingi FIFA þann 11. desember. Engar aðrar þjóðir hafa sótt um að halda mótið.
Hér má sjá tölvuteiknaðar myndir af nokkrum leikvöngum sem á að byggja.
Athugasemdir