Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 01. september 2019 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Fylkis: Þrír í banni hjá Fylki
Hewson er í leikbanni.
Hewson er í leikbanni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 verður flautaður á leikur Breiðabliks og Fylkis í Pepsi Max-deild karla. Eins og staðan er núna þarf Breiðablik að minnsta kosti á stigi að halda úr leiknum til að koma í veg fyrir að KR verði meistari í dag.

Ef það fer svo að Fylkir vinni leikinn mun liðið hoppa upp um þónokkur sæti.

Andrés Már Jóhannesson, Sam Hewson og Valdimar Þór Ingimundarson eru allir í leikbanni hjá Fylki í leiknum í kvöld. Orri Sveinn Stefánsson, Emil Ásmundsson, Arnór Gauti Ragnarsson og Ragnar Bragi Sveinsson koma inn í byrjunarlið Fylkis frá síðasta leik. Auk þeirra þriggja sem eru í banni dettur Hákon Ingi Jónsson út úr byrjunarliðinu.

Breiðablik byrjar með sama byrjunarlið og gegn FH. Skilanlega þar sem sá leikur vannst 4-2.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
9. Thomas Mikkelsen
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Höskuldur Gunnlaugsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Byrjunarlið Fylkis:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Emil Ásmundsson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason (f)
19. Ragnar Bragi Sveinsson
20. Geoffrey Castillion
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner